Sunday, February 19, 2012

Nýir tímar

Staður: Höfuðstöðvar Hlaupasamtaka Lýðveldisins
Stund: SUNNUDAGSMORGUNN kl.9
Mættir: Passlega fáir/margir

Þessi æfing er örugglega krúttlegasta æfing sem ég hef farið á. Ekki vegna þess að við vorum öll krúttuð held vegna þess að við hlupum öll saman, sem einn maður. Það dirfðist meira að segja enginn að detta niður í 5:15 pace en það hefur löngum þótt óþarflega rólegur "hraði" fyrir konunga hópsins; Landhelgisgæslu-Höskuld, Hvíta-Kenýa, Margeir Hekluspaða og Viktor bara Viktor. Nei, í dag var dagurinn þar sem allir voru saman.

Við hittumst við Vesturbæjarlaugina. Ég ætla ekki að telja upp mætta meðlimi enda veit ég ekki hvað allir heita. Ég viðurkenni það nú bara hér og nú. Lang áhugasamasti hlaupari þessa morguns var Hera hennar Önnu Láru. Hún réði sér ekki fyrir kæti og þakkaði húsbónda sinnum mörgum sinnum að hafa gefið henni fararleyfi frá Vogunum. Hún var reyndar mjög krúttuð. Alltaf gaman þegar hundar sjá sér fært  að mæta með ykkur.
Íhalds-Reynir var skipaður fararstjóri í dag. Að sjálfsögðu tók hann strikið beint í rokparadísina úti á Seltjarnarnesi. Íhalds-Reynir er ekki vesturbæingur og Afreksmeðlimur fyrir ekki neitt! Rok er hans fag. Seltjarnarnesið og allir fylgifiskar þess voru teknir með trompi! Ekki nóg með að við höfum trillað út fyrir golfvöll heldur æstist Viktor upp við þennan nesrúnt og vildi taka þetta alla leið og stikaði með okkur út í Gróttu. En þar gerðust einmitt undur og stórmerki. Eva elding og Margeir Heklustpaði STOPPÐU! ..... já .... þau stoppuðu för okkar við kofaskrifli.... ergó, hættu að hlaupa um stund .... ég svosum veit ekki ástæðu þess - þau hafa tæplega verið þreytt eftir rétt rúmlega 5 km trítl, er það? ...... Landhelgis-Höskuldi varð um og ó sem og Viktori ... þeir spurðu hvað væri eiginlega að gerast? Hvurslags lúxus væri í gangi? Að stoppa og kasta mæðinni hefur ekki náð upp á pallborðið hjá Afreksnöglum hingað til. Viktor kunni svo illa að meta þetta að hann tók þetta í sínar hendur og skipaði okkur að drúúúúlllast aftur af stað. Teymdi okkur í hindrunarhlaup umhverfis vitann og svo á stíginn aftur. Já, Afrekshópsmeðlimir koma sífellt á óvart, það er morgunljóst.

Afrekshópsmeðlimir voru spakir í dag. Hraðinn var við allra hæfi. Enda allir heilaþvegnir og í hálfgerðu sjokki eftir mjólkursýruævintýrið með Janusi. Hann þrumaði yfir hausamótum Afreksmeðlima í gær og í fyrradag! ...... Hann kann þetta kallinn. Þú skalt eigi hlaupa þig í sýru! Elska skaltu 5:30 pace eins og 4:30 pace. Komdu fram við púlsinn eins og þú vilt að hann komi fram við þig!
........Nú er bara að bíða og sjá hvað hann segir á fyrirlestrinum. Hvenær megum við hlaupa hraðar? Safna sýru í lappirnar og keyra okkur í kaf? Er 4:30 pace á laugardögum draugur fortíðarinnar? ...... þetta kemur allt saman í ljós eftir nokkra daga.

Með vinsemd og virðingu,
HT Johnson

No comments:

Post a Comment