Staður: Höfuðstöðvar Vals Skokks
Stund: 8:00
Veður: Heldur þungt yfir og vindasamt seinni part hlaups
Mættir: Anna Lára, Þórdís, Steinunn Sveins, Inga, Hannes, Rafn og undirrituð
Já, við vorum ekki mörg mætt til æfingar í gær. Sumir lágu í páskadvala á meðan aðrir sviku lit og fóru til AkureyrIS til að hlaupa með Eyrarskokki! Piff. Það er nú aldeilis uppi t***** á sumum, ég segi nú bara ekki annað. Mikið á sig lagt til að hlaupa með norðanfólki.
Jæja, við létum ekki svoleiðis vitleysu á okkur fá og lögðum af stað hæfilega seint eftir tilætlaðan farartíma, eða kl. 8:09. Nesið varð fyrir valinu. Ekki ég veit ég ástæðu þess enda líklega mesta rokrassgat sem fyrirfinnst á Stór- Reykjavíkursvæðinu utan Kjalaness. Ef það er ekki rok bæði sunnan-og norðanmegin á Seltjarnarnesi að þá má bóka að það er rok öðru hvoru megin. Logn er fyrirbrigði sem er sjaldan til staðar. Kosturinn við að hlaupa út á nes frá Hlíðarenda er hins vegar sá að þetta er svo gott sem brekkulaus leggur. Fólk var almennt lúið eftir langt tempó á skírdag þannig að þetta var samþykkt möglunarlaust. Þar sem ég er nú að minnast á brekkulausa hlaupaleið ... og það er páskadagur .. þá rakst ég á þessa tilvitnun á netinu: „Brekkur eru hraðaæfingar í dulargervi" ...... er það? Það var víst emmorískur hlaupari, Frank Shorter, sem vann gull á Ólympíuleikunum í maraþoni árið 1972 í Munchen, sem sagði þessu ágætu orð.... já já, maður getur nú slegið um sig og sýnt að maður er miklu meira en Kanarífugl! ....
Jæja, nóg um það. Rafn og Hannes skokkuðu áfram á sínum laugardagshraða. Síðan trítluðum við Anna Lára í hummátt á eftir þeim. Þar fyrir aftan voru Inga, Þórdís og Steinunn.
Þetta hlaup var nú bara askolli fínt. Rok var af afskaplega skornum skammti út í Gróttu en þegar skeiðað var eftir norðanverðu nesinu máttum við eyða töluverðum kröftum í mótvind, og það kaldan!! Leiðin lá svo fram hjá JL-húsinu, upp Bræðraborgarstíg, Vesturgötu, Ingólfstorg, Austurvöll, Lækargötu, fram hjá Kára Stefáns og flugvellinum, inn á stíginn aftur sem var farinn inn í kirkjugarð (til að ná pottþétt að fylla 150 mínútna kvóta dagsins) og tilbage inn að Hlíðarenda.
Fínasta hlaup í frískandi veðri og frábærum félagsskap!
Þar sem undirrituð er í rífandi páskaeggjamálsháttargír, er þá ekki best að enda þessi laufléttu páskaskrif á ágætis málshætti:
Góður vilji ekur þungu hlassi heim.
Með vinsemd og virðingu,
Helga Þóra
Vil benda á að við bræður lágum sko aldeilis ekki í dvala heldur skelltum okkur einn stóran Heiðmerkurhring, 26 kílómetra. Bara svo það sé alveg á hreinu... ;)
ReplyDeleteKveðja,
Laddi.
Þetta var mjög góður dagur og ég er mjög þakklát fyrir veðrið í gær í samanburði við brjálæðið í dag...
ReplyDeleteBest að háma í sig páskaeggið sitt.
Fíla málsháttinn þinn hehehe
kv. Anna Lára
Já, það er fært til bókar ágæti Laddi :) Enda var ég nokkuð viss um að þið bræður ættuð það ekki til að svíkjast undan :þ
ReplyDeleteJá, ég fékk mér smá páskaegg rétt í þessu og fékk málsháttinn: „Sök bítur sekan“
Sjáumst á þriðjudaginn!
Helga Þóra