Tuesday, March 29, 2011

Rotterdam-gauka æfing

Rotterdam- gaukarnir (eins og sumir kalla þá) mættu á æfingu  frá Ármannsheimilinu að venju klukkan 17:15 á mánudag, en þessi angi af Afrekshópnum telur aðeins orðið brot af hinum ört stækkandi hlaupahópi sem reyndar er orðin svo stór að maður er alveg búin að gefast upp á að læra öll nýju nöfnin enda telur hópurinn orðið hátt í 60 manns ef ekki meira. Ég held bara  að Danni sé komin í fanta gott form af því einu að hlaupa á milli bæjarhluta til að sinna þjálfun hinna ýmsu hlaupahópa innan Afrekshópsins.
Allavega þá var rúmlega 100% mæting hjá Rotterdam- gaukunum en mættir voru Danni, Bjössi, Margeir og undirritaður en að auki höfum við fengið til liðs við okkur á æfingarnar Sævar Skaptason fararstjóra bændaferðahópsins til Rotterdam.
Æfing dagsins var eins og síðustu mánudaga Fartlek, 2+3+4+5+4+3+2 minútur með sama skokk á milli. Vel var tekið á því enda ekki laust við að menn séu að komast í gott form og auðvelt að missa sig í þessu frábæra vorveðri sem er kærkomin tilbreiting frá umhleypingunum sem einkennt hafa æfingarnar undanfarnar vikur.  
Hlaupakveðja, Höskuldur Ó        
               

2 comments:

  1. :D :D :D Já, mér fannst ég þurfa að bæta í fuglaflóru hópsins. Við Kanaríeyjarfarar vorum skyndilega flokkuð sem Kanarífuglar þannig að það lá beinast við að flokka ykkur sem Rotterdam-gauka =o)
    Helga Þóra

    ReplyDelete
  2. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með ykkur Afreksgaukunum í Rotterdam.

    Þetta verður frábært hjá ykkur, þið eruð komnir í svaðalegt form og þið eigið eftir að rúlla upp markmiðum ykkar í hlaupinu :D :D :D

    Góða ferð og góða skemmtun

    hlaupakveðja
    Anna Lára,

    ReplyDelete