Mættir: Daníel, Halldóra, Jóhanna, Reynir, Margeir, Kristján, Höskuldur, Bjarnsteinn, Parísar-Bjössi, Bara-Bjössi, Akranes-Magnús, Siggi sem var hálfur í dag, Albert og undirrituð.
Veðurskilyrði úti við: Mjög góð. Svalt (gráðurnar voru í mínus), logn og fagurt veður. Parísar-Bjössi var í stullum. Förum ekki nánar út í þá vitleysu að svo komnu máli.
Veðurskilyrði inni: Mjög góð. Heldur heitt fyrir fólk í langermabol, vetrarbuxum og með buff.
Uppleggið í dag, fyrir flesta, var 15 x 200 metra sprettir. Mjög huggulegt og temmilegt fyrir Powerade-hlaupið nk. fimmtudag.
Við byrjuðum á því að taka klassíkerinn, þ.e. hefðbundna upphitun í Laugardal. Þar lenti undirrituð í umræðum við Daníel og Bjarnstein um gildi tempóhlaupa, brekkuspretta og styrkingaræfinga fyrir fólk í mismunandi íþróttum. Ég hafði mína skoðun.... og Daníel sína .... við vorum ekki sammála :D Síðan var rætt um svaðilför til Kanarí og 50x200 mtr sprettæfingu. Að þeim umræðum loknum, ásamt maraþonspjalli við Akranes-Magnús, vorum við skyndilega komin inn í höll! Time flies when you´re having fun =o)
Afrekshópurinn var flottur inni í höll - lang flestir í merktum Afrekshópsbolum sem leit mjög gæðalega og atvinnumannslega út :)
Það var tekið hraustlega á því og mátti sjá svitadropa spretta og mörg þreytupúst hér og þar.
Næst á dagskrá: Powerade.
Með vinsemd og virðingu,
Helga Þóra
Bíddu... Þótti það ekki fréttanæmt að undirrituð meiddist á æfingunni og þurfti að hætta og fór á einum fæti heim???
ReplyDeleteJóhanna