Sprettæfing í Höllinni, byrjað á upphitun í skítakulda og roki um Laugardalinn, forystusauðirnir gátu greinilega ekki beðið eftir að komast inn í hlýjuna og var því hringurinn í styttra lagi. Þjálfarinn var fljótur að sjá við þessu og setti upp auka upphitunaræfingar í höllinni, hraðaaukningar og allar mögulegar gerðir af drillum sem var bráðskemmtileg tilbreyting. Þegar allir voru orðnir sjóðheitir í drillunum var farið í 200 metra spretti með 45 sek pásu á milli, tóku menn ýmist 15 eða 20 spretti. Karlhormónarnir voru allsráðandi á þessari æfingu þar sem engin af stelpunum lét sjá sig.
Mættir voru Daníel, Margeir, Siggi, Maggi, Bjössi, Bjarnsteinn, Björn og Albert ásamt undirrituðum.
Höskuldur
No comments:
Post a Comment