Monday, January 24, 2011

Laugardagsæfing

Laugardagsæfing haldin í Heiðmörk, hlaupið frá Helluvatni og svokallaður 12km ríkishringur. Ágætis mæting og hlauparar að taka 1 til rúmlega 2 hringi. Æfingin var sett klukkan 09:00 svo byrjað var í hálfgerðu myrkri en það leið þó ekki á lögnu þangað til það var orðið vel hlaupabjart. Leiðinda klaki á stígunum á nokkrum stöðum en annars fínasta hlaupaveður og alltaf jafn notarlegt að hlaupa Heiðmörkina.


Hlaupakveðja HÓ

No comments:

Post a Comment