Það var stórgóð mæting á þessa þriðjudagsæfingu, samkvæmt talningu og endurtalningu voru 19 afrekshlauparar mættir, gæti verði met eða jöfnunarmet að minnsta kosti. Laugardalsríkishringurinn var tekinn rangsælis í upphitun. Skrítið hvað auðvelt er að taka þennan bæði réttsælis og rangsælis þegar það er alveg ómögulegt að hlaupa heiðmerkurhringinn með góðu móti nema bara réttsælis??
Jæja að lokinn upphitun og heilmiklum kjaftagangi (sumum fannst nóg um) var farið í sprettina sem voru 200m langir og "BARA"12-15 stykki að þessu sinni hjá flestum þar sem að stutt er í Poweraid hlaupið á fimmtudaginn. Fantagóð gæðaæfing að venju.
sjáumst á fimmtudag!
HÓ
No comments:
Post a Comment