Afrekshópur er hópur hlaupara sem æfir markvisst til að ná árangri og leggur áherslu á gæði æfinga.
Friday, September 17, 2010
Heimasíða Afrekshópsins
Fimmtudaginn 16.september var haldinn fundur hjá Afrekshópnum þar sem farið var yfir árangur þessa árs og rætt var hvað væri framundan í æfingum og markmiðum ársins 2011. Ein af þeim hugmyndum sem upp komu var að stofna heimasíðu fyrir hlaupahópinn. Hugmyndin er að síðan verði vettvangur til að skrá inn upplýsingar um æfingar og annað sem er á döfinni og vonandi verður hægt að finna hér inni eitthvað af skemmtilegu og fræðandi efni um hlaup og hlaupatengt efni félögum og utanaðkomandi vonandi til gagns og gamans.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Flott Höskuldur það tók ekki langan tíma að koma upp heimasíðu, þú ert greinilega ekki bara fljótur að hlaupa.
ReplyDeleteGlæsilegt, ég hlakka til að fylgjast með því sem er að gerast.
ReplyDeleteKveðja úr norðan áttinni fyrir austan
Jóhanna Kr. Hauksd
Vei frábært þetta kalla ég að bregðast við í skyndi. Afrekshópur til hamingju með heimasíðuna :)
ReplyDeletetakk, nú er bara að vera öll dugleg að nota síðuna svo hún verði lifandi og skemmtileg.
ReplyDeletekv Höskuldur
Frábært framtak :)
ReplyDeleteKveðja
Andrea, Grindavík
Glæsilegt Höskuldur, verður gaman að fylgjast með þessari síðu. Hún er komin í favourites hjá mér.
ReplyDeleteKveðja,
Reynir