Sunday, December 12, 2010

Eðaldagur í Grindó

Mættir: Margeir, Reynir, Jónína, Daníel, Rafn, Salka, Kópur, Maríur tvær, Christine, Jói, Anna Sigríður, Sólveig og undirrituð.

Staður: Grindarvíkursundlaug sem í óspurðum fréttum er eingöngu opin frá 10-15 á laugardögum. Skal engan undra því laugin er svo gott sem ónýtt af innfæddum.

Veðurskilyrði: Stafalogn framan af en síðan bara logn, heiðskírt framan af en síðan skýjað og ca 4rra stiga hiti.

Grindarvíkurdeild Afrekshópsins var gert að sjá um æfingu laugardagsins 11. desember. Anna Sigríður, ofurhlaupakona og björgunarsveitakona með meiru, var aðalskipuleggjandi leiðarinnar. Leiðin er svohljóðandi (endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál enda er ég ekki alveg með staðarhætti á hreinu): Lögðum upp frá sundlauginni kl. 9:06 í kolniðasvartamyrkri. Höfuðljós nokkurra Afrekshóðsmeðlima komu sér ljómandi vel í þessum aðstæðum. Við hlupum sem leið lá að Þorbirni, hlupum fyrir hann og meðfram hlíðinni Bláa-Lóns-megin þar sem við hlupum fram hjá trjágróðri! Eitthvað sem undirrituð var fyrirfram búin að ákveða að fyndist ekki á Suðurnesjum. Við hlupum lengst út í hraun að Eldvörpum (?), gerðum þar smá stans til að njóta útsýnis, kíkja inn í dyragættina að ónefndum helli og tjilla smá. Snerum svo til baka. Hlupum hluta af Reykjaveginum alveg að Þorbirni og fórum upp á hann bakdyramegin.... alveg upp í 2010 metra hæð *hóst* .... og svo niður aftur og til baka að laug í Grindó.

Þegar við stóðum í laugarhlaði og teygðum stífa skanka og yljuðum okkur við þá hugsun að heitur pottur biði okkar buðu Sólveig og Anna okkur heim í rúndstykki og kaffi! Eitthvað sem allir höfðu lyst á eftir góðan utanvegarúnt.
Til að gera langa sögu stutta varð ferðalag dagsins heldur lengra en flestir gerðu ráð fyrir því kaffisamsætið bættist óvænt við dagskránna! Og þvílíkar kræsingar sem við fengum í sveitinni - það sló þögn á hópinn við matarborðið á meðan aðframkomnir hlauparar gæddu sér á nýbökuðu brauði og meððí í híbýlum Önnu og Sólveigar við sjóinn. Til að toppa utanvegasveitafílinginn trítluðu hænur, kindur og hundar umhverfis húsið, sem stóð við sjóinn, á meðan við unnum á hungrinu!

Eðal dagur með eðal fólki.

Daníel og Jónína að spá í spilin við Kjarvalsstaði kl. 08:00.

Mætt við Grindarvíkursundlaug! Sólveig að fara yfir málin.

Christine að tala Margeir og Rafn til áður en lagt var í hann.

Undirrituð í fullum skrúða.

Anna Sigríður sendi Reyni inn í helli - það er vissara að láta aðra sjá um skítverkin! :D

Jónína var mjööög forvitin og horfði á með mikilli athygli.

Tjill-stoppið áður en snúið var til  baka. Þarna er hópurinn á stað þar sem mikill hiti var undirniðri.

Upp á hól - þvílík rassaköst!

Flottur hópur - ekki satt? :)

Með vinsemd og virðingu,
Helga Þóra

No comments:

Post a Comment