Friday, January 7, 2011

Afreksmannaæfing

Fimmtudagsæfingin var að þessu sinni nokkuð óvenjuleg, ekkert þáttökumet núna en gæti veðrið hafa spilað þar inní. Það voru samt nokkrir félagar mættir (þeir hörðustu J ) en að auki fengum við gestahlaupara sem flúðu inn úr storminum og fengu að hlaupa með okkur í höllinni. Þetta var engin annar en Siggi P íslandsmethafi í maraþoni ásamt 2 eða 3 lærisveinum. Hópurinn hafði því innanborðs að þessu sinni 2 bestu maraþonhlaupara sögunnar á Íslandi þá Danna og Sigga, ekki slæmt það, sannkallaður „afreksmanna hópur“!
Upphitunin úti var í styttra lagi vegna veðurs en stormur barði á mönnum auk þess sem það var  mínus 11°C og éljagangur. Menn voru því vel barðir þegar inn var komið og rjóðir í kinnum.  Teknar voru hefðbundnar léttar teigjur og hraðaaukningar og svo var farið í sprettina sem voru 800 metrar og flestir að fara 5-6 umferðir. 
Einn nýliði mætti, stúlka sem sýndi góða tilburði og er greinilega efnilegur hlaupari, einnig vakti Reynir töluverða athygli fyrir litadýrð en hann mætti í spánýjum grænum NB hlaupaskóm, bleikum sokkum, hvítum stuttbuxum og ljósbláum bol.  Skiptar skoðanir voru um hvort þetta væri hreint og klárt stílbrot og tískuslys eða hvort þetta væri bara vel við hæfi þar sem það var nú þrettándinn.
Reynir á heimskokkinu !

Bestu hlaupakveðjur,

2 comments:

  1. Ansans vandræði að missa af þessu regnboga-show-i! Hefði alveg viljað sá Reyni marglita :D
    Ég mætti nú ekki vegna þess að ég átti ekki að spretta þennan daginn! Nú á ég bara eina sprettæfingu í viku!
    Sé ykkur í næstu viku :)
    Helga Þóra

    ReplyDelete
  2. Þessi búningur var fínn... mæti kannski í honum í næstu viku. Danni minntist ekkert á að þetta væri komið á bannlista.

    ReplyDelete