Staður: Höllin
Mættir: Alltof margir svo hægt sé að telja það upp. Segjum bara að það hafi verið dúndurgóð æfing. Allt morandi í Afrekshópshlaupurum.
Uppleggið í dag voru 400 mtr sprettir. Margir með 10 stykki, aðrir með 8 stykki og nokkrar með eitthvað annað.
Upphitun var tekin úti ... í vindi og 3ja stiga frosti. Nokkrum var um og ó að fara út í þetta frystikistuveður en létu sig hafa það. Undirrituð mætti í heimskautabúningi. Það var reyndur heldur öfgakennd aðgerð því Höskuldur leiddi hópinn svo vel að maður varð varla var við hryssingslega veðrið! Svitnaði meira að segja undir peysunum þremur og lambhúshettunni.
Þegar inn var komið hófst hlaupareiðin. Hraðinn var mikill á Afrekshópsmeðlimum. Það neistaði af skóm þeirra og svitinn spratt í allar áttir. Allir báru sig vel og luku við sína spretti með miklum sóma. Eftir spretti var umræða um utanvegahlaup eitt, sem fer fram um miðjan júlí, og telur 55 km. Undirrituð getur sagt með nokkurri vissu að fólk hafi þótt nóg um verðlagningu á því að fá að hlaupa þarna um óbyggðir Íslands ..... 30 kjell.
Fyrst ég er komin í frásagnargírinn langar mig að segja frá Afreksæfingu einni í desembermánuði! Ef mig brestur ekki minni fór sú æfing fram laugardaginn 18. desember. Það eru engar ýkjur þegar ég segi að það hafi verið gríðarlega fámennt en fruntalega góðmennt! Undirrituð, Reynir, Kristján og Margeir voru fulltrúar hópsins. Vorum mætt við Valsheimilið kl. 9:00 í sótsvarta myrkri og smá kulda. Reynir skipaði okkur að hlaupa fyrir Kársnesið með viðkomu í hinum margumrædda Himnastiga sem er í Kópavogsdalnum. Fæst orð bera minnsta ábyrgð varðandi téðan stiga. Leiðinni var svo haldið áfram upp dalinn, inn í Mjódd, niður í Fossvogsdal ..... þar sem við mættum föðurlandssvikurunum Jóa og Sigga! Kapparnir voru bara í góðum gír með Bíddu Aðeins hópnum. Hlupu fram hjá okkur eins og ekkert væri - skömmuðust sín ekki fyrir fimmaur! Uss. Þetta féll ekki í góðan jarðveg og er undirbúningur kæru í hámarki þessa dagana. Þessa menn skal draga fyrir Afrekshópsdóm!
Jæja, hætt í dag.
Með vinsemd og virðingu,
Helga Þóra
ég legg til að þeir félagar verði rassskelltir opinberlega fyrir brotið, getum farið með þá á næstu æfingu niðrá Austurvöll og látið þá taka út refsinguna :)
ReplyDeleteHÓ
Já, mjög góð tillaga! Ég gef henni mitt atkvæði. Híhíhí :D
ReplyDeleteHelga Þóra