3.Powerade hlaup vetrarins fór fram á fimmtudaginn og hlupu 11 hlauparar undir merkjum Afrekshóps. Aðstæður voru ágætar, smávægilegur vindur, rigning og engin hálka að þessu sinni. Flestir ef ekki allir að bæta tímann sinn frá síðasta hlaupi og Margeir og Albert á PB. Jónína gerði sér lítið fyrir og var fyrst í sínum flokki og er aðeins 2 stigum frá toppsætinu í stigakeppninni þar (engin pressa Jónína : ) ). Kristjáni hefur tekist að lauma sér óséðum í gegnum markið en hann er ekki skráður með tíma en voru þó vitni að því að hann kláraði með stæl og kom í mark! Málið er í rannsókn.
Nafn | Tími | sæti | Sæti í flokk | Sæti í stigak. |
Daníel | 39:02 | 21 | 3 | 2. |
Höskuldur Ó | 40:08 | 31 | 5 | 3. |
Margeir Kúld | 40:40 PB | 33 | 8 | 6. |
Viktor V | 42:08 | 48 | 10 | 11. |
Albert | 44:56 PB | 95 | 16 | |
Kristján G | 46:25 | 126 | 5 | 4. |
Jónína | 46:37 | 134 | 1 | 3. |
Rafn | 48:34 | 166 | 11 | 10. |
Helga Þóra | 52:05 | 228 | 10 | 12. |
Magnús | 54:03 | 254 | 21 | |
Inga Björk | 55:45 | 274 | 13 | |
Reynir | 12 | |||
Siggi | 8 |
Baráttukveðja, Höskuldur
Það er nú ekki auðvelt að muna kennitöluna á mínum aldri en bind vonir við að hafa náð nafninu réttu sem gæti bjargað einhverju.
ReplyDeleteKv. K.
Tími og stig komin inn fyrir Kristján, verður uppfært á hlaupasíðu eftir næsta hlaup.
ReplyDeletekv HÓ