Staður: Kjarvalsstaðir við Klambratún
Mættir: Heill haugur
Veður: Óásættanlegt miðað við dagsetningu - sól, vindasamt og kalt. Við erum að tala um að fólk var með vetrarvettlinga, húfur og buff. Sumir vitleysingar voru í stuttbuxum og bol en um þá verður ekki rætt hér.
Hinn ört stækkandi, og ef ekki stærsti hópurinn á hlaupadagbókinni, Afrekshópur hittist við Kjarvalsstaði í gær. Sumum var kalt, aðrir mánudagsþreyttir en aðrir síkátir. Það er „vandamál“ sem klárlega hægt er að lifa með =o)
Eftir að hafa hríslast úr kulda í margar mínútur mætti þjálfi og af stað var haldið. Að sjálfsögðu var hefðbundin leið valin út í Öskjuhlíð því í Afrekshóp gildir ekkert nema að fylgja hefðum hvað upphitun varðar. Niður Flókagötu, til vinstri inn á Rauðarárstíg, til vinstri upp Miklubraut, undirgöngin undir ljósin, Langahlíð og til hægri inn Eskihlíð, Slökkviliðsstöð, Hlíðarendi, Öskjó ..... Undirrituð gæti joggað þetta blindandi með ís í annarri og gettóblaster í hinni.....
Jamm og já, hvað um það. Dagskipun þjálfarans hljóðaði upp á fjóra til fimm 1000 metra spretti með 2ja mínútna hvíld á milli. Klassíkerinn síðan í fyrra. Þessi æfing klikkar ekki fyrir Laugarann. Ef ykkur fannst þess æfing rífa af ykkur rassgatið og sjóða á ykkur lærin, bíðið þá sultuslök á kantinum eftir Heiðmerkursprettum. Þar erum við að tala um atvinnumennsku í Laugavegsmaraþonsæfingaprógrammi!
Eftir flotta takta á stígum Öskjuhlíðar, marga svitadropa, ótal mörg púst, nokkrar ælur í hálsi og nokkur þúsund metra var haldið til baka að Kjarvalsstöðum þar sem Daníel sagði frá reynslu sinni í Mont Blanch hlaupinu í fyrra. Hann sagði okkur meðal annars frá því að í því hlaupi hafi hann tapað tilgangi lífsins ... a.m.k. um stundarsakir. Ætli það séu góð meðmæli með annars frábæru hlaupi?
Jæja, endemis þvaður alltaf hreint.
Með vinsemd og virðingu,
Helga Thoris Johnson
Thíhíhí Þú ert skemmtilegur penni Helga :)
ReplyDeletekv. Inga
:D Takk fyrir. Fer nú kannski offari stundum en... æh, það er bara svona ;)
ReplyDeleteHelga Þóra