Fimmtudagskvöldið 12 maí, klukkan 20:00 voru sex hlauparar úr Afrekshópnum vígðir inn í hið virta félag 100 km. hlaupara á Íslandi. Það voru þau:
Christine Buchholz, meðlimur númer 30
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, meðlimur númer 31
Sigurður Kiernan, meðlimur númer 32
Jóhann Gísli Sigurðsson, meðlimur númer 33
Helga Þóra Jónasdóttir, meðlimur númer 34
María Jóhannesdóttir, meðlimur númer 35
Vildi ég óska þeim kærlega til hamingju með áfangann og er ég viss um að fleiri fræknir hlauparar í hópnum eiga eftir að bætast í hópinn fljótlega.
Svo er það bara Neshlaupið er það ekki??
Föstudagskveðja úr Vesturbænum,
Reynir
Frábært innilega til hamingju með að vera formlega orðin 100 kallar ;o)
ReplyDeleteÉg kemst ekki í Neshlaupið vegna vinnu en verð með ykkur í huganum... gangi ykkur vel ;o)
kv. Anna Lára