Það voru þrír ferskir aðilar mættir við Ármannsheimilið í dag, Bjössi, Rafn og Reynir. Á dagskrá voru 6x1000km sprettir. Veðrið leit nú ekki vel út þegar maður sat inni í bílnum en þegar út var kominn var logn, hlýtt og nýfallinn snjór í Laugadalnum. Verður ekki jólalegra en það, er það nokkuð Helga?
Hefðbundin upphitun með fjórum hraðaaukningum. Sprettirnir voru teknir á aðal stígnum í gegnum Laugadalinn og rifjuðust þá upp skemmtilegir tímar frá síðasta vetri. Flott æfing í frábæru veðri og fyrir þá sem ekki vissu þá er Þorláksmessa haldin til heiðurs Þorláki helga Þórhallssyni biskupi í Skálholti. Hann lést 23 desember 1193 og var þessi messudagur tekinn upp og lögleiddur honum til heiðurs 1199. Þessar upplýsingar voru í boði Wikipedia.
Gleðileg jól
Reynir
Afrekshópur er hópur hlaupara sem æfir markvisst til að ná árangri og leggur áherslu á gæði æfinga.
Thursday, December 23, 2010
Wednesday, December 22, 2010
Þriðjudagssprettir í Höllinni.
Það var ágætis mæting á þessa æfingu sem hófst að venju með upphitun úti og að þessu sinni í fimbulkulda. Á matseðlinum voru 200 metra sprettir og greinilegt að fólk er komið í jólaskapið því að sumir tóku aukaspretti til viðbótar því sem prógrammið sagði. það verður gaman að fylgja þessum glæsilega og öfluga hóp inní nýja árið og fylgjast með þegar árangur erfiðisins fer að skila sér.

"hlaupa" jólakveðja!
HÓ

"hlaupa" jólakveðja!
HÓ
Friday, December 17, 2010
fimmtudagsæfing 800m
Í kvöld tókum við krefjandi og skemmtilega 800 metra spretti 3-6 stykki eftir prógrammi hvers og eins. Fengum góðan pistil frá þjálfara í byrjun æfingarinna varðandi mikilvægi þess að æfa eftir púls. Til að auka líkur á góðum árangri þarf hver og einn að þekkja sinn hámarkspúls og stilla æfingu af eftir honum. Ekki er síður mikilvægt að passa að vera ekki á of háum púls í sprettæfingum, æfingar geta skilað lakari árangri en ella ef hlaupið er á of háum púls.
Muna svo að skrá samviskusamlega púls upplýsiningar inná hlaupadagbók.
kv.HÓ
Muna svo að skrá samviskusamlega púls upplýsiningar inná hlaupadagbók.
kv.HÓ
Thursday, December 16, 2010
Þriðjudagssprettir í Höllinni.
Hefðbundin æfing, góð upphitun úti og sprettæfingar inni í höll. Flestir voru í 400 metra sprettum 8-10 sprettir á mann. Daníel mætti í borgaralegum klæðum að þessu sinni vegna lasleika og lagði þar með línurnar með það að "maður má sleppa æfingu ef maður er veikur". Hingað til hefur sú afsökun ekki verið tekin gild! Hann sýndi þó gott fordæmi að mæta þrátt fyrir veikindin og notaði tímann í að video mynda lærlingana í sprettunum. Nú bíða allir spennti eftir að fá að vita tilgang upptökunnar, á að fara að taka hlaupastílinn í gegn á vísindalegan máta eða bara safna efni fyrir næstu árshátíð??
Hlaupakveðja HÓ
Hlaupakveðja HÓ
Monday, December 13, 2010
Powerade hlaup nr.3
3.Powerade hlaup vetrarins fór fram á fimmtudaginn og hlupu 11 hlauparar undir merkjum Afrekshóps. Aðstæður voru ágætar, smávægilegur vindur, rigning og engin hálka að þessu sinni. Flestir ef ekki allir að bæta tímann sinn frá síðasta hlaupi og Margeir og Albert á PB. Jónína gerði sér lítið fyrir og var fyrst í sínum flokki og er aðeins 2 stigum frá toppsætinu í stigakeppninni þar (engin pressa Jónína : ) ). Kristjáni hefur tekist að lauma sér óséðum í gegnum markið en hann er ekki skráður með tíma en voru þó vitni að því að hann kláraði með stæl og kom í mark! Málið er í rannsókn.
Nafn | Tími | sæti | Sæti í flokk | Sæti í stigak. |
Daníel | 39:02 | 21 | 3 | 2. |
Höskuldur Ó | 40:08 | 31 | 5 | 3. |
Margeir Kúld | 40:40 PB | 33 | 8 | 6. |
Viktor V | 42:08 | 48 | 10 | 11. |
Albert | 44:56 PB | 95 | 16 | |
Kristján G | 46:25 | 126 | 5 | 4. |
Jónína | 46:37 | 134 | 1 | 3. |
Rafn | 48:34 | 166 | 11 | 10. |
Helga Þóra | 52:05 | 228 | 10 | 12. |
Magnús | 54:03 | 254 | 21 | |
Inga Björk | 55:45 | 274 | 13 | |
Reynir | 12 | |||
Siggi | 8 |
Baráttukveðja, Höskuldur
Sunday, December 12, 2010
Eðaldagur í Grindó
Mættir: Margeir, Reynir, Jónína, Daníel, Rafn, Salka, Kópur, Maríur tvær, Christine, Jói, Anna Sigríður, Sólveig og undirrituð.
Staður: Grindarvíkursundlaug sem í óspurðum fréttum er eingöngu opin frá 10-15 á laugardögum. Skal engan undra því laugin er svo gott sem ónýtt af innfæddum.
Veðurskilyrði: Stafalogn framan af en síðan bara logn, heiðskírt framan af en síðan skýjað og ca 4rra stiga hiti.
Grindarvíkurdeild Afrekshópsins var gert að sjá um æfingu laugardagsins 11. desember. Anna Sigríður, ofurhlaupakona og björgunarsveitakona með meiru, var aðalskipuleggjandi leiðarinnar. Leiðin er svohljóðandi (endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál enda er ég ekki alveg með staðarhætti á hreinu): Lögðum upp frá sundlauginni kl. 9:06 í kolniðasvartamyrkri. Höfuðljós nokkurra Afrekshóðsmeðlima komu sér ljómandi vel í þessum aðstæðum. Við hlupum sem leið lá að Þorbirni, hlupum fyrir hann og meðfram hlíðinni Bláa-Lóns-megin þar sem við hlupum fram hjá trjágróðri! Eitthvað sem undirrituð var fyrirfram búin að ákveða að fyndist ekki á Suðurnesjum. Við hlupum lengst út í hraun að Eldvörpum (?), gerðum þar smá stans til að njóta útsýnis, kíkja inn í dyragættina að ónefndum helli og tjilla smá. Snerum svo til baka. Hlupum hluta af Reykjaveginum alveg að Þorbirni og fórum upp á hann bakdyramegin.... alveg upp í 2010 metra hæð *hóst* .... og svo niður aftur og til baka að laug í Grindó.
Þegar við stóðum í laugarhlaði og teygðum stífa skanka og yljuðum okkur við þá hugsun að heitur pottur biði okkar buðu Sólveig og Anna okkur heim í rúndstykki og kaffi! Eitthvað sem allir höfðu lyst á eftir góðan utanvegarúnt.
Til að gera langa sögu stutta varð ferðalag dagsins heldur lengra en flestir gerðu ráð fyrir því kaffisamsætið bættist óvænt við dagskránna! Og þvílíkar kræsingar sem við fengum í sveitinni - það sló þögn á hópinn við matarborðið á meðan aðframkomnir hlauparar gæddu sér á nýbökuðu brauði og meððí í híbýlum Önnu og Sólveigar við sjóinn. Til að toppa utanvegasveitafílinginn trítluðu hænur, kindur og hundar umhverfis húsið, sem stóð við sjóinn, á meðan við unnum á hungrinu!
Eðal dagur með eðal fólki.
Með vinsemd og virðingu,
Helga Þóra
Staður: Grindarvíkursundlaug sem í óspurðum fréttum er eingöngu opin frá 10-15 á laugardögum. Skal engan undra því laugin er svo gott sem ónýtt af innfæddum.
Veðurskilyrði: Stafalogn framan af en síðan bara logn, heiðskírt framan af en síðan skýjað og ca 4rra stiga hiti.
Grindarvíkurdeild Afrekshópsins var gert að sjá um æfingu laugardagsins 11. desember. Anna Sigríður, ofurhlaupakona og björgunarsveitakona með meiru, var aðalskipuleggjandi leiðarinnar. Leiðin er svohljóðandi (endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál enda er ég ekki alveg með staðarhætti á hreinu): Lögðum upp frá sundlauginni kl. 9:06 í kolniðasvartamyrkri. Höfuðljós nokkurra Afrekshóðsmeðlima komu sér ljómandi vel í þessum aðstæðum. Við hlupum sem leið lá að Þorbirni, hlupum fyrir hann og meðfram hlíðinni Bláa-Lóns-megin þar sem við hlupum fram hjá trjágróðri! Eitthvað sem undirrituð var fyrirfram búin að ákveða að fyndist ekki á Suðurnesjum. Við hlupum lengst út í hraun að Eldvörpum (?), gerðum þar smá stans til að njóta útsýnis, kíkja inn í dyragættina að ónefndum helli og tjilla smá. Snerum svo til baka. Hlupum hluta af Reykjaveginum alveg að Þorbirni og fórum upp á hann bakdyramegin.... alveg upp í 2010 metra hæð *hóst* .... og svo niður aftur og til baka að laug í Grindó.
Þegar við stóðum í laugarhlaði og teygðum stífa skanka og yljuðum okkur við þá hugsun að heitur pottur biði okkar buðu Sólveig og Anna okkur heim í rúndstykki og kaffi! Eitthvað sem allir höfðu lyst á eftir góðan utanvegarúnt.
Til að gera langa sögu stutta varð ferðalag dagsins heldur lengra en flestir gerðu ráð fyrir því kaffisamsætið bættist óvænt við dagskránna! Og þvílíkar kræsingar sem við fengum í sveitinni - það sló þögn á hópinn við matarborðið á meðan aðframkomnir hlauparar gæddu sér á nýbökuðu brauði og meððí í híbýlum Önnu og Sólveigar við sjóinn. Til að toppa utanvegasveitafílinginn trítluðu hænur, kindur og hundar umhverfis húsið, sem stóð við sjóinn, á meðan við unnum á hungrinu!
Eðal dagur með eðal fólki.
Daníel og Jónína að spá í spilin við Kjarvalsstaði kl. 08:00.
Mætt við Grindarvíkursundlaug! Sólveig að fara yfir málin.
Christine að tala Margeir og Rafn til áður en lagt var í hann.
Undirrituð í fullum skrúða.
Anna Sigríður sendi Reyni inn í helli - það er vissara að láta aðra sjá um skítverkin! :D
Jónína var mjööög forvitin og horfði á með mikilli athygli.
Tjill-stoppið áður en snúið var til baka. Þarna er hópurinn á stað þar sem mikill hiti var undirniðri.
Upp á hól - þvílík rassaköst!
Flottur hópur - ekki satt? :)
Með vinsemd og virðingu,
Helga Þóra
Thursday, December 9, 2010
Reynir flottur í sínu fyrsta hlaupi 2009
Í gamalli Valstreyju að hefja hlaupaferilinn.Stanslaus sigurganga síðan. Til hamingju með daginn Reynir.
Tuesday, December 7, 2010
Yoga-æfing í höllinni
Þriðjudagsæfingin hófst með hefðbundinni upphitun þar sem Jói leiddi okkur um myrkustu stíga Laugadals. Eftir hana ætlaði Gróa yoga-kennari að hitta okkur og kenna okkur stirðbusunum hvernig á að teygja líkamann. Hlauparar eru nú oft ekkert sérstaklega liðugir og því hafði hópurinn mjög gott af þessu. Í teygjuhringnum minnir mig að ég hafi talið 21 aðila. Það má leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál. Lögð var áhersla á teygjur fyrir efri hluta líkamann að þessu sinni, bak, axlir og mjaðmir. Gróa lofaði síðan að koma aftur seinna og kenna okkur teygjur fyrir neðri hlutann.
Eftir yoga-kennsluna voru 200 metra sprettir á dagskrá. Heyrðist mér að flestir voru með 12-15 spretti. Loftið var þurrt að venju í höllinni og allir náðu að svitna vel að þessu sinni. Stíllinn var í lagi hjá fólki, allir hlupu teinréttir með háum hnélyftum. Daníel benti þó á eitt mjög alvarlegt stílbrot. Kristján var í háum hvítum sokkum sem hefur verið sett á bannlista ásamt hvítum buxum og rauðum stuttbuxum. Ég get þó tekið upp hanskann fyrir hann Kristján því að sokkarnir voru í Arsenal litunum.
Flott æfingum hjá flottum hóp. Sennilega metmæting að þessu sinni, 21 aðili.
Kveðja úr Skerjafirði,
Reynir
Eftir yoga-kennsluna voru 200 metra sprettir á dagskrá. Heyrðist mér að flestir voru með 12-15 spretti. Loftið var þurrt að venju í höllinni og allir náðu að svitna vel að þessu sinni. Stíllinn var í lagi hjá fólki, allir hlupu teinréttir með háum hnélyftum. Daníel benti þó á eitt mjög alvarlegt stílbrot. Kristján var í háum hvítum sokkum sem hefur verið sett á bannlista ásamt hvítum buxum og rauðum stuttbuxum. Ég get þó tekið upp hanskann fyrir hann Kristján því að sokkarnir voru í Arsenal litunum.
Flott æfingum hjá flottum hóp. Sennilega metmæting að þessu sinni, 21 aðili.
Kveðja úr Skerjafirði,
Reynir
Saturday, December 4, 2010
Helgafell á laugardegi
Mættir: Jónína, Helga, Cristine,Reynir, Kristján,Albert,Margeir,Bjössi, Anna og María
Veðurskilyrði: Logn og 5-6 gráðu frost
Mæting við Suðurbæjarlaugina í Hafnarfirði þar sem planið var að fara á Helgafell. Þjálfarinn sendi út þau skilaboð deginum áður að Helga og Jónína ætluðu að sjá um leiðangurinn...smá kvíðahnútur í maga eftir það og mikið gúglað til öryggis kvöldinu áður.
Leiðin lá sem sagt upp Hvammsbrautina og út á Kaldárselsveg, framhjá hesthúsum og sumarbústaðarbyggð að Helgafelli – upp fjallið og niður aftur - og sömu leið til baka. Rúmlega 20 kílómetrar lagðir í þessari ferð. Reyndar fór Reynir líka hringinn í kringum Helgafellið líka, það eru nú að koma jól J
Grindavíkurkonurnar mættu galvaskar og velbúnar, rosalega gaman að hafa þær með og mikil tilhlökkun að mæta til þeirra næsta laugardag. Loksins fær maður að prófa að hlaupa upp á Þorbjörn.
Skemmtilegt hlaup í frábærum félagsskap.
P.s Barcelona/Parísar – Bjössi setti nýja hefð í hlaupinu; 10 armbeygjur (á tánum að sjálfsögðu) á fjallstoppnum. Nú verður þetta gert í hvert sinn sem hlaupið er á fjöll - spurning með að bæta 10 við í hvert skipti
JG
Friday, December 3, 2010
Höllin
Mættir: Daníel, Halldóra, Margeir, Reynir, Kristján, Albert, Jónína, Steinunn, Þórdís, Friðrik, Bjarnsteinn, Steinunn, Inga Björk, Ástríður og undirrituð.
Veðurskilyrði í upphitun: 2ja stiga frost og algjört logn. Jólaljósahúsið á Sunnuvegi naut sín til hins ýtrasta í þessu undurfagra veðri.
Veðurskilyrði í sprettum: Heldur hlýtt og hrottalega þurrt loft. Annars bara huggulegt.
Dagsskipun var mismunandi - fór eftir ástandi og markmiðum hvers Afrekshópsmeðlims. Allt frá x-mörgum 200 metra sprettum upp í 5 x 800 metra spretti.
Höllin var nokkuð þéttskipuð þennan daginn. Við þurftum að bíða spök á kantinum eftir brautinni á meðan Fjölnishópurinn kláraði sig af. Ónefndur aðili velti upp þeirri spurningu hvort þau væru í niðurskokki eða ennþá á sprettinum ..... við skulum láta það liggja á milli hluta og vona í einlægni að þau lesi ekki þetta blogg :D Þegar við fengum svo að spreyta okkur héldu okkur engin bönd! Þvílíkur hraði - þvílíkur kraftur - þvílíkir hlaupastílar...... Afrekshópsmeðlimir reykspóluðu brautina upp til agna - svo illilega að viðgerðir verða nauðsynlegar næstu daga.
Næsta æfing er á laugardag - orðið á götunni segir að hún verði í óbyggðum Hafnarfjarðar en látum orð þjálfarans vera þau síðustu hvað þá æfingu varðar.
Með vinsemd og virðingu,
Helga Þóra
Veðurskilyrði í upphitun: 2ja stiga frost og algjört logn. Jólaljósahúsið á Sunnuvegi naut sín til hins ýtrasta í þessu undurfagra veðri.
Veðurskilyrði í sprettum: Heldur hlýtt og hrottalega þurrt loft. Annars bara huggulegt.
Dagsskipun var mismunandi - fór eftir ástandi og markmiðum hvers Afrekshópsmeðlims. Allt frá x-mörgum 200 metra sprettum upp í 5 x 800 metra spretti.
Höllin var nokkuð þéttskipuð þennan daginn. Við þurftum að bíða spök á kantinum eftir brautinni á meðan Fjölnishópurinn kláraði sig af. Ónefndur aðili velti upp þeirri spurningu hvort þau væru í niðurskokki eða ennþá á sprettinum ..... við skulum láta það liggja á milli hluta og vona í einlægni að þau lesi ekki þetta blogg :D Þegar við fengum svo að spreyta okkur héldu okkur engin bönd! Þvílíkur hraði - þvílíkur kraftur - þvílíkir hlaupastílar...... Afrekshópsmeðlimir reykspóluðu brautina upp til agna - svo illilega að viðgerðir verða nauðsynlegar næstu daga.
Næsta æfing er á laugardag - orðið á götunni segir að hún verði í óbyggðum Hafnarfjarðar en látum orð þjálfarans vera þau síðustu hvað þá æfingu varðar.
Með vinsemd og virðingu,
Helga Þóra
Wednesday, December 1, 2010
Á döfinni
Framundan er stórt hluapaár hjá Afrekshópnum. Félagar ætla að spreita sig í ýmsum hlaupum en þar má nefna meðal annars, Laugaveg, Rotterdam maraþon, París maraþon, Gran Canari ofurmaraþon, Mount Blanc ofurmaraþon og margt fleira. Tengla inná síður helstu hlaupa er að finna hér á síðunni.
Höskuldur
Höskuldur
Þriðjudags sprettæfingar Laugardalshöll
Í dag var dagskipunin 400 metra sprettir í höllinni. Eftir góða upphitun úti við var farið í 400 metra spretti inni i höll, 10 ferðir +/- eftir prógrammi hvers og eins. Góð mæting eins og hefur verið að undanförnu og ruddagóð æfing. Mikil eftirvænting er hjá hópnum fyrir næstu æfingu sem verður á fimmtudagskvöld en þá verða teknir 800 metra sprettir.
Höskuldur
Höskuldur
Tuesday, November 30, 2010
Esjuæfing
Margeir fékk þessa mynd frá einni Esjuæfingunni frá síðasta sumri. Maður biður spenntur eftir Esjuferðum næsta árs...
Kveðja
Reynir
Kveðja
Reynir
Sunday, November 28, 2010
Sveitahlaup í frosti og fögru veðri
Mættir: Daníel, Halldóra, Reynir, Bjössi, Siggi, Jói, Kristján, Þórdís, Steinunn ? og undirrituð.
Veðurskilyrði: Ca 7 stiga frost, heiður himinn og algjör stilla.
Afrekshópi var gert að mæta við Lágafellslaug laugardaginn 28. nóvember. Upplegg dagsins var hlaup um Mosfellsveit og var tiltekið að brekkur yrðu á leið okkar.
Við lögðum í hann heldur kuldaleg. Sumir mættu í heimskautsbúningnum sínum á meðan aðrir létu nánast sumarflíkur nægja. Leiðin var eitthvað óljós til að byrja með en þegar uppi var staðið var þetta sirkabát 7-Tindahlaups-leiðin án tindanna. Fórum frá lauginni inn í dalinn sem Lágafellskirkja er í, hlupum þann dal til enda og fórum í dalinn þar sem Reykjalundur er ... þar fyrir fellið (sem ég held að heiti Reykjafell/Reykjaborg) og þaðan að Æsustaðafelli. Því næst var stefnan tekin að fjallsrótum Grímmannsfells sem allir Tindahlauparar dýrka og dá, enda auðveldasta fjallið í því annars ágæta hlaupi. Á leið okkar að fjallsrótunum römbuðum fram á hundaræktun .... þar var vond lykt ... og þar voru æstir hundar. ...... 400 metrum síðar rákumst við á ansi hárfagran hest og nokkra félaga hans. Þegar þessari dýravinafélagsstund var lokið tókum við stefnuna á veginn og síðan inn í Mosfellsbæ að nýju.
Í heildina hið huggulegasta og skemmtilegasta hlaup í undurfögru aðventuveðri með góðum félögum.
Með vinsemd og virðingu,
Helga Þóra
Veðurskilyrði: Ca 7 stiga frost, heiður himinn og algjör stilla.
Afrekshópi var gert að mæta við Lágafellslaug laugardaginn 28. nóvember. Upplegg dagsins var hlaup um Mosfellsveit og var tiltekið að brekkur yrðu á leið okkar.
Við lögðum í hann heldur kuldaleg. Sumir mættu í heimskautsbúningnum sínum á meðan aðrir létu nánast sumarflíkur nægja. Leiðin var eitthvað óljós til að byrja með en þegar uppi var staðið var þetta sirkabát 7-Tindahlaups-leiðin án tindanna. Fórum frá lauginni inn í dalinn sem Lágafellskirkja er í, hlupum þann dal til enda og fórum í dalinn þar sem Reykjalundur er ... þar fyrir fellið (sem ég held að heiti Reykjafell/Reykjaborg) og þaðan að Æsustaðafelli. Því næst var stefnan tekin að fjallsrótum Grímmannsfells sem allir Tindahlauparar dýrka og dá, enda auðveldasta fjallið í því annars ágæta hlaupi. Á leið okkar að fjallsrótunum römbuðum fram á hundaræktun .... þar var vond lykt ... og þar voru æstir hundar. ...... 400 metrum síðar rákumst við á ansi hárfagran hest og nokkra félaga hans. Þegar þessari dýravinafélagsstund var lokið tókum við stefnuna á veginn og síðan inn í Mosfellsbæ að nýju.
Í heildina hið huggulegasta og skemmtilegasta hlaup í undurfögru aðventuveðri með góðum félögum.
Með vinsemd og virðingu,
Helga Þóra
Thursday, November 25, 2010
Myrkur æfing!
Æfing frá Ármannsheimili um Laugardal, 4x1000 m sprettir á myrkum malarstíg, hlaupa þurfti sprettina að hluta til eftir minni vegna ljósleysis og söknuðu margir höfuðljósanna. Vel tekið á því samt og allir skiluðu sér að lokinni æfingu utan ein sem hér með er auglýst eftir. Danni stakk uppá að nýta Höllina á fimmtudagskvöldum a.m.k. yfir svartasta skammdegið....... líklega til að tína ekki fleiri liðsfélögum.
Fínasta æfing og góð mæting.
Höskuldur
Fínasta æfing og góð mæting.
Höskuldur
Tuesday, November 23, 2010
fjölmenn þriðjudagsæfing í Höllinni.
Ótrúlega góð mæting í Höllina að þessu sinni, náði ekki að telja en örugglega mætingarmet. Eftir rúmlega 3km upphitun úti var farið í 200 og 400 metra spretti inni í höll, fjöldi spretta eftir prógrammi hvers og eins. Vel tekið á því að venju og góðar teygjur á eftir. Umræðuefni dagsins var handtaka ónefnds hlaupafélaga á rjúpnaveiðum um helgina : )
Minni á að væntanlegir Rotterdam maraþonhlauparar þurfa að melda sig inn við fyrsta tækifæri en til stendur að hittast í næstu viku og ákveða ferðatilhögun.
hlaupakveðja Höskuldur
Minni á að væntanlegir Rotterdam maraþonhlauparar þurfa að melda sig inn við fyrsta tækifæri en til stendur að hittast í næstu viku og ákveða ferðatilhögun.
hlaupakveðja Höskuldur
Saturday, November 20, 2010
Laugadagur 20. nóvember
Afrekshittingur var á Hlíðarenda að þessu sinni. Hópurinn kom saman klukkan níu í myrkrinu og voru sex mættir, Albert, Bjössi, Danni, Jónína, Reynir og Siggi. Heldur fáir en samt fleiri en síðasta laugadag. Dagskráin var misjöfn hjá fólki um 60-120 mínútur. Hlupum við af stað niður í Nauthólsvík og inn Fossvogsdalinn. Sumir fóru hratt af stað og þurfti að hægja aðeins á þeim þeirra vegna. Hljóp ég(Reynir) með Danna og Sigga inn í Elliðaárdal og tókum Poweradehringinn. Svo var hlaupið sama leið til baka í gegnum Fossvogsdalinn. Einhverjir fóru upp að Árbæjarlaug og einn fór í menningarferð, að hans sögn, niður í Víkingsheimili, Þróttaraheimili, tónlistarhús og Valsheimili. Eru þeir aðilar til frásagnar um það sem á daga þeirra dreif.
Það voru ekki margir hlauparar á ferðinni á leiðinni uppeftir. Mættum einum skokkhóp, Árbæjarskokk, en á leiðinni niðureftir mættum við mun fleiri. Veðrið var til fyrirmyndar, nánast enginn vindur, þurrt og 7 stiga hiti. Fínt að hlaupa Poweradehringinn í dagsbirtu til tilbreytingar og upplifa sömu staði í betra ástandi ásamt því að skiptast á nokkrum Poweradesögum.
Næsta æfing á þriðjudag í frjálsíþróttahöllinni í Laugadal klukkan 18:00.
Það voru ekki margir hlauparar á ferðinni á leiðinni uppeftir. Mættum einum skokkhóp, Árbæjarskokk, en á leiðinni niðureftir mættum við mun fleiri. Veðrið var til fyrirmyndar, nánast enginn vindur, þurrt og 7 stiga hiti. Fínt að hlaupa Poweradehringinn í dagsbirtu til tilbreytingar og upplifa sömu staði í betra ástandi ásamt því að skiptast á nokkrum Poweradesögum.
Næsta æfing á þriðjudag í frjálsíþróttahöllinni í Laugadal klukkan 18:00.
Thursday, November 18, 2010
Brekkusprettir í Laugardalnum
Þrettán hlauparar mættu í Ármannsheimilið í dag á æfingu, frábært mæting og gaman að sjá hvað fjölgar í hópnum. Upphafleg dagskrá hljóðaði reyndar upp á eltingaleik en henni var skyndilega breytt í brekkuspretti í grasinu í Laugardalnum.
Veðrið var gott, 7 stiga hiti en blautt og dáldið dimmt. Við létum það ekki á okkur fá og tókum fullt af mismunandi brekkusprettum, stuttum, löngum, hratt upp - hægt niður og hægt upp - hratt niður.
Frábær æfing í alla staði, með hefðbundinni upphitun og niðurskokki. Næsta æfing er á Laugardaginn, mæting fyrir utan Valsheimilið kl.09
JG
Veðrið var gott, 7 stiga hiti en blautt og dáldið dimmt. Við létum það ekki á okkur fá og tókum fullt af mismunandi brekkusprettum, stuttum, löngum, hratt upp - hægt niður og hægt upp - hratt niður.
Frábær æfing í alla staði, með hefðbundinni upphitun og niðurskokki. Næsta æfing er á Laugardaginn, mæting fyrir utan Valsheimilið kl.09
JG
Wednesday, November 17, 2010
Þriðjudagsæfing í Laugardalshöll
Góð mæting var á sprettæfingu í höllinni. Eftir hefðbundinn upphitunarhring um Laugardalinn var farið í hina sívinsælu 200 metra spretti á brautinni inní í höll. Að venju var misjafnt hve marga spretti meðlimir tóku og fór eftir áætlun hvers og eins en fjöldi spretta var frá 15 og uppí óteljandi að því er virtist en nokkrir ofurhlauparar voru enn í sprettunum þegar síðast fréttist og þegar aðrir meðlimir voru komnir heim búnir að fara í sturtu og sestir fyrir framan sjónvarpið.
Nú líður varla sú æfing að ekki sjáist ný andlit en að þessu sinni bættust 3 í hópinn sem ekki hefur sést til áður og eru „þær“ boðnar velkomnar. (auglýst er eftir nöfnum nýju meðlimanna)
Mættir: Danni, Siggi, Rafn, Helga, Jónína, Albert, Maggi, Bjössi, Margeir, Höskuldur, Kristján og 3 nýjir meðlimir sem mig vantar nöfnin á. (Jói mætti líka en ekki á hlaupaskónum)
Hlaupakveðja Höskuldur
Sunday, November 14, 2010
Powerade hlaup nr.2
Powerade 11.Nóvember.
11. hlauparar hlupu að þessu sinni undir merkjum Afrekshópsins. Hlaupið var við heldur kuldalegar aðstæður, frost og vindstrekkingur. Árangurinn var með ágætum eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 340 manns tóku þátt í hlaupinu.
Nafn | Tími | sæti | Sæti í flokk | Sæti í stigak. |
Daníel | 39:17 | 18 | 2 | 2. |
Margeir Kúld | 41:32 | 35 | 7 | 4. |
Sigurður K | 41:56 | 42 | 8 | 6. |
Höskuldur Ó | 41:58 | 43 | 5 | 4. |
Reynir J | 42:16 | 48 | 8 | 8. |
Viktor V | 43:10 | 58 | 13 | 10. |
Albert | 45:23 PB | 86 | 15 | |
Kristján G | 46:44 | 114 | 4 | 3. |
Björn K | 53:18 | 233 | 34 | |
Magnús | 54:16 | 246 | 16 | |
Helga Þóra | 54:24 | 249 | 18 | 12. |
Jónína | 6. |
Subscribe to:
Posts (Atom)