Monday, January 16, 2012

Hraðanámskeið.

10 vikna hraðanámskeið  23.janúar - 31. mars.  10.vikur. ( Fyrirlestur og 30 verklegar æfingar )

Ertu fastur/föst á sama hraða? Vilt þú hlaupa hraðar?  Vilt þú ná betri árangri í hlaupum? Það skiptir máli hvernig þú æfir ef þú vilt ná árangri.  Þú getur eytt miklum tíma í æfingar ár eftir ár sem skilar þér litlu sem engu betri árangri. Þér gefst nú kostur á að bæta hlaupahraða þinn á einfaldan hátt með breyttum og fjölbreyttum hraðaæfingum. Skipulag æfinga, gæði og rétt álag skipta öllu máli til að góður árangur náist. Hættu að spóla í sömu hjólförunum og skráðu þig á alvöru hraðanámskeið. Hámarksfjöldi þáttakenda er 15 manns. ATH. Námskeiðið er ekki hugsað fyrir byrjendur sem ekki hafa hlaupið áður. Þeim er bent á byrjendar námskeið sem byrjar 30. janúar.

Fyrirlestrarkvöldið  verður í Ármannsheimilinu Laugardal 23. janúar. Kl.18:30 - 21:00.  Áhersla verður lögð á að kynna alla mikilvægustu þætti hraðaþjálfunar, grunnþol, hraðaúthald, hraða, styrk, liðleika, teygjur, mikilvægi púls í þjálfun, hlaupastíl, andlegan styrk, setja sér markmið, æfingaáætlanir, æfingar magn o.fl. Einnig verður farið lauslega yfir aðra mikilvæg atriði eins og mataræði, fæðubótarefni, val á klæðnaði, val á hlaupaskóm, hlaupameiðsl o.fl. 

Verklegi þátturinn  æfingarnar  verða á Þriðjudögum kl. 17:45 – 19:00, fimmtudögum kl.18:45 – 19:30 og laugardögum kl.8:00 Aðaláherslan verður lögð á mismunandi hraðaæfingar með hámarks gæðum á þriðjudögum og fimmtudögum og rólegri lengri æfing er á laugardögum.  Að öðru leyti fer hver og einn eftir gerðri áætlun. Stigvaxandi æfingarálag og ákefð sem þú ræður við og fjölbreytni eykur líkurnar á hægum jöfnum framförum og eykur ennfremur líkurnar á hámarksárangri í framtíðinni..  
Vikuleg æfingaáætlun er gerð fyrir þáttakendur. Hver og einn skráir æfingar sínar inn á hlaupadagbókina þar sem leiðbeinandinn Daníel Smári fylgist með hvernig gengur. 
Ekki bíða, leggðu grunnin að góðu hlaupasumri PB 2012 

Skráðu  þig og  sendu  póst á tölvupóstfangið  danielsmari61@gmail.com  Með uppl. um nafn, netfang og námskeið.
Verð námskeiðs:  kr. 20.000.-  Ef greitt er í einu lagi í upphafi námskeiðs er verð kr. 15.000.-
Leggist inn á reikning 0301-26-12821 kt.061161-5389

Hlaupakveðja Daníel Smári


No comments:

Post a Comment