Tuesday, January 31, 2012

Undarlegasta æfing lífs míns

Staður: Laugardalshöll
Stund: Kvöldmatarleyti
Mættir: Næstumþvíallir

Þetta var sérkennileg þriðjudagsæfing. Þjálfari vor, Hvíti Kenýa gaf tóninn fyrr í dag í tölvupósti þar sem hann tjáði okkur að búið væri að afnema 5-mínútna-regluna. Hún fólst í því að leggja alltaf að stað að lágmarki 5 mínútum seinna af stað eftir auglýstan æfingatíma. Það er meira að segja ansi naumt að kalla þetta 5-mínútna-regluna .... það væri nærri lagi að kalla þetta 8-10-mínútna-regluna. Þetta stóðst eins og stafur á bók .... með skekkjumörkunum plús mínus 2 mínútur. Æfingin hófst 17:47 skv. Garminum mínum. Maður fann strax að það lá eitthvað í loftinu. Hlutirnir voru ekki eins og þeir áttu að vera. Þegar upphitun var svo gott sem á enda gerðust undur og stórmerki. Í staðinn fyrir að fara sunnannmegin við höllina í lok upphitunar, eins og lögbundin ríkisupphitunarhringslög kveða á um, var farið NORÐUR fyrir slottið! GOD ALMIGHTY! Þetta er mesta klikkun og flipp sem ég hef lent á minni annars brjáluðu lífsleið. Ég er eiginlega enn að jafna mig......

....jæja, þegar inn var komið í höllina mátti ennþá finna fyrir undarlegheitum í andrúmsloftinu. Það var eitthvað crazyness í gangi. Daníel var ekki samur við sig. Uppveðraður og upptjúnaður. Til í smá klikkun. Enda stóðst það. Í staðinn fyrir að taka fjögur stykki af lögbundum hraðaaukningum tókum við fimm kvikindi. Ok, þarna var mér svo gott sem lokið. Ég meika ekki svona miklar breytingar! Fyrst er upphitunin sett í meiri háttar uppnám og svo klikka hraðaaukningarnar stórlega. Ég var að spá í að hringja í Beinhimnu-Bjössa til að spyrja um númerið hjá Vælubílnum. Fór meira að segja aðeins út í horn til að fella nokkur óöryggistár.
Ég ákvað samt að bugast ekki, tók sjálfa mig á eintal og sagði að ég gæti klárað þetta rugl. Þá kom reiðarslagið. VIÐ BYRJUÐUM ÖFUGUM MEGIN Á BRAUTINNI. Nei. Þarna var mér allri lokið. Hvað er að frétta? Má þetta bara? Ég þarf aðeins að ræða við stjórnina um þetta mál.

..........Fyrir utan þetta stórkostlega haverí var þetta algjör prima æfing. Afrekshópsmeðlimir voru allir með bros á vör, til í tuskið, til í að fræsa brautina upp, reykspóla eins og þeir ættu lífið að leysa og skilja keppinautana eftir í reykmekki. Enda var það gert sko. Allir rennblautir af svita, með gubb í hálsi og súra vöðva að æfingu lokinni. Það var allt lagt í sölurnar. Blessunarlega var Höskuldur Þyrlureddari, sómi Afrekshópsins, sverð hans og skjöldur mættur til baka eftir 4urra vikna útlegð í Noregsmannalandi. Guði sé lof.

Æi, kids, ég þarf að bæta einu við. Til að bæta gráu ofan á svart þá þurfti Afrekskórinn endilega að hefja upp raust sína og syngja ammósönginn fyrir Betu Bronz. Sorry to say ......  en ég held að ég hafi aldrei skammast mín jafn mikið á minni lífsleið. No hard feelings .... en, ég held að þið, sem sunguð með Afrekskórnum í kvöld, ættuð bara að leggja sönginn á hilluna og einbeita ykkur að hlaupunum. Þið eruð svo miklu hæfileikaríkari í hlaupaskónum en í raddböndunum. Það var amk einróma álit okkar Ingu eftir að hafa staðið á kantinum og hlegið okkur máttlausar. Sollí.

4 dagar í árshátíð. Ég veit ekki með ykkur, en ég er spennt.

Gangið á afreksvegum.
HT Johnson

No comments:

Post a Comment