Tuesday, January 3, 2012

Flottur endir á góðu ári

Gamlárshlaup ÍR fór fram á gamlársdag og var þátttaka mikil eins og undanfarin ár. Afrekshópshlauparar létu ekki sitt eftir liggja og voru heil 2,5% af þátttakendum!
Það verður seint sagt að stjarna okkar hafið skinið skært í búningakeppninni þar sem einungis tveir Afrekshópsmeðlimir (eftir því sem ritari best veit og sá) lögðu metnað í búningagerð. Það voru þeir Guðmann Bragi og Guðmundur S.
Guðmann mætti eins og ... tja..... já... það var einmitt það sem við Inga Björk vorum að velta fyrir okkur á ráslínu, í hvers konar búning var Guðmann? Hann var með hjálm sem líktist mótorkross hjálmi, var í svörtum samfestingi með fjóra litla kúta á bakinu sem minntu á mini-súrefniskúta. Ég myndi skjóta á að hann hafi verið geimfari? ..... :) Inga Björk hélt því staðfastlega fram að hann væri með ólögleg efni í kútunum til þess eins að kreista fram betri tíma í hlaupinu. Guðmundur S var í sparigallanum með slaufu enda alveg gráupplagt að klæða sig upp á síðasta degi ársins.

Árangur Afrekshópsins var glimrandi og getur Daníel sofið sáttur fram að næsta Powerade hlaupi. 3 PB (eftir því sem ritari best veit) voru sett auk þess sem fólk var almennt á flottum 10 km tímum! Vigfús tók árangur okkar saman og lítur þetta svona út:

47 39:42 Daníel Smári Guðmundsson 1961
50 39:54 Margeir Kúld Eiríksson 1965
66 40:56 Viktor Jens Vigfússon 1967
110 43:44 Hannes Hauksson 1966
112 43:46 Guðmundur Smári Ólafsson 1966
125 44:33 Sigurður Hrafn Kiernan 1969
128 44:36 Arnór Hauksson 1977
134 44:46 Ingvi Júlíus Ingvason 1962
137 44:57 Helga Þóra Jónasdóttir 1982
138 44:58 Elísabet Margeirsdóttir 1985
223 48:13 Jóhann Gísli Sigurðsson 1971
255 49:09 Inga Björk Guðmundsdóttir 1982
271 49:40 Björn Kristján Arnarson 1975
314 50:31 Ágúst Örn Haraldsson 1977
379 52:21 Vigfús Eyjólfsson 1967
399 53:11 Ingvar Þór Magnússon 1957
525 56:34 Rafn Sigurðsson 1958
705 66:52 Steinunn G. Ástráðsdóttir 1950
719 68:30 Steinunn Sveinsdóttir 1963
728 69:19 Guðmann Bragi Birgisson 1970


Margeir náði að merja fram 2ja sekúndna bætingu, einhver Helga Þóra, sem ég kannast lítið við, bætti sig um 2:10 og EmmessísBjörn náði þeim laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangþráða tímamótaárangri að skríða undir 50 mínútna múrinn – ekki seinna vænna því þetta var aðal mission síðasta árs hjá kappanum! Hann fór vel undir 50 mínúturnar og endaði á 49:40.

Nú er nýtt ár gengið í garð með fögrum fyrirheitum og tilhlökkun í hlaupahjörtum okkar allra. Margir ætla að slá persónuleg met sem og skora á sjálfa sig í lengri vegalengdum með hækkandi sól og blómum í haga...... æj, ég nennekkjað vera háfleyg. Ég er hætt.

Ég loka þessum pistli með mynd af þjálfara vor, Danna Hundrað, rústa Laugaranum 2008


Með vinsemd og virðingu,
HT Johnson

PS, hvenær er árshátíð?

No comments:

Post a Comment