Staður: Höfuðstöðar Vals Skokks
Stund: Laugardagurinn 28.janúar, morgunn og myrkur
Mættir: Flottustu hlauparar landsins...ég skal reyna að telja þá upp..... Kristján, Danni aka Hvíti Kenýa, Halldóra, Margeir Rotterdamgaukur, Beta Bronz, Siggi Svifnökkvi, Jói hundrað, Anna Lára, Þórdís, Steinunn Ástráðs, Gróa Yogadís, Guðmann Nítró, Bjössi Boot Camp, Ingvar, Eva Höskuldarsystir, Sigga Helgusystir og ÉG...... fjúff...... ég held að þetta sé upptalið
Fegurðin sveif yfir vötnum í morgun. Afrekshópurinn er ekki bara uppfullur af ógeðslega góðum og flottum og töffuðum og kúluðum hlaupurum, heldur eru þeir líka svo fáránlega skemmtilegir að það er eiginlega asnalegt sko! Þetta fer alveg að detta í það að vera yfirnáttúrulega staða. Það er hvergi galla að finna á þessum föngulega hóp :D
Nú, en að málefnum morgunsins. Mætingin var afskaplega góð. Siggi Svifnökkvi og Jói hundrað mættu galvaskir ÁN gorma. Ég get nú ekki annað sagt en að það hafi aldeilis verið uppi á þeim ty**** í morgun með þessum gjörningi..... algjört glapræði að mæta svona óvarinn í þessa færð. Þeir létu nú samt ekki segjast og þóttust geta sigrað heiminn. Reyndar er það bara on daily bases hjá þeim að gera tilraunir til að sigra heiminn en þeir voru sérstaklega uppveðraðir í það í morgun. Til að gera langa sögu stutta þá datt Svifnökkvinn einu sinni en Jói aldrei. Þegar síðast frétti af þeim voru þeir enn á hlaupum.
Ísbjörninn mætti líka. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann leit á mig í morgun .... og svo annað eintak af kvenmanni mér við hlið, sem var ótrúlega svipað mér.... samt ekki alveg eins.... en samt svo svipað. Til allrar hamingju var ég með lambhúshettuna víðfrægu á kollinum þannig að Beinhimnu-Bjössi áttaði sig á fyrir rest að ég var ég og Sigga systir var Sigga systir. Sjúkk. Annars hefði Bjössi þurft að hringja á 113 (Vælubílinn).
Beta Bronz var sérlega prúð í morgun, hélt sig bara á 6-pace .... sem er sjaldnast á hlaupamatseðli hennar ..... hún lætur ekki sjá sig á yfir 5:30 pace.... en það var einhver stóísk ró yfir stúlkunni í morgun. Ég held að hún sé með eitthvað hernaðarplan í gangi. Leynitrix. Þetta var ekki líkt henni..... hún er með eitthvað í pokahorninu.....
Sögur af öðrum eru ekki í boði þar sem þeir annaðhvort ruku áfram með rakettu í rassinum eða höfðu það kósí á rúmlega 6 pace hér og þar um bæinn.... eða voru sérlega stilltir og létu ekki í sér heyra.
Árshátíðin er eftir slétta viku. Ég tók stikkprufur á six-pack-stöðu í morgun. Siggi Svifnökkvi er kominn með 3-pack og Beinhimnu-Bjössi er með 4-pack. Danni er kominn yfir leyfileg mörk; hann er kominn með 8-pack. Hann kannski splæsir tveimur á einhvern sem er enn bara með one-pack.
Gangið á guðs vegum.
HT Johnson
No comments:
Post a Comment