Það var fallegur hópur sem mætti til leiks á fimmtudagskvöldið í orkudrykkjarhlaupið í Elliðarárdalnum. Veðrið var til fyrirmyndar, við frostmark og smá vindur. Færðin var hins vegar ekki til fyrirmyndar, a.m.k. ekki allan hringinn! Fyrstu þrír kílómetrarnir einkenndust af þæfingi og ójöfnum hörðum snjó. Þar að auki var (og er alltaf) dimmt á þeim kafla. Ergo, tækifærin til að misstíga sig oftar en góðu hófu gegnir voru óteljandi. Næstu 4 km voru sérdeilis fínir enda vel þéttur snjór á þeim kafla OG SANDUR! Víhú. Síðustu þrír kílómetrarnir voru hins vegar grátlegir. Rafstöðvarbrekkan var einn þæfingur. 1 skref áfram, 2 skref afturábak var viðkvæðið þar. Síðasti kílómetrinn var ójafn og leiðinlegur og vel til þess fallinn að misstíga sig allhressilega svona til að toppa öll "misstig" á þessari leið!
En, hetjurnar í Afrekshópnum létu þetta ekki á sig fá og fræstu eins og þeir ættu lífið að leysa þessa 10 km. .... tja, nema EmmessÍsBjörn aka Bjössi Boot Camp aka Bjössi Bolla (samt ekki lengur) aka Beinhimnu-Bjössi. Hann missteig sig og hringdi í 113.
Uppskeran var eftirfarandi:
15. 42:22 Margeir Kúld Eiríksson Afrekshópur-Ármann
18. 42:48 Daníel Smári Guðmundsson Afrekshópur-Ármann
19. 43:06 Viktor Vigfússon Afrekshópur-Ármann
28. 44:27 Reynir Jónsson Afrekshópur-Ármann
57. 47:57 Arnór Hauksson Afrekshópur-Ármann
70. 49:09 Elísabet Margeirsdóttir Afrekshópur-Ármann 6
71. 49:10 Helga Þóra Jónasdóttir Afrekshópur-Ármann 5
78. 49:51 Davíð Vikarsson Afrekshópur-Ármann
119. 53:39 Albert Þorbergsson Afrekshópur-Ármann
129. 54:07 Jóhann Sigurðsson Afrekshópur-Ármann
157 56:01 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir Icelandair !!!! What is up?
154. 56:53 Ingvar Þór Magnússon Afrekshópur-Ármann
161. 57:29 Vigfús Eyjólfsson Afrekshópur-Ármann
174. 59:05 Anna Lára Steingrímsdóttir Afrekshópur-Ármann
181. 60:08 Guðmann Bragi Birgisson Afrekshópur-Ármann
193. 62:43 Arndís Björnsdóttir Ármann
197. 62:51 Dagrún Hálfdánardóttir Afrekshópur-Ármann
200. 63:56 Þórhallur Helgason Afrekshópur-Ármann
216. 66:40 Sigurður Ólafsson Afrekshópur-Ármann
Nú, ef við víkjum svo að laugardagsæfingunni þessa vikuna. Þær voru ekki af verri endanum hetjurnar sem mættu á æfinguna í morgun! Maður varð blautur við það eitt að hlusta á rigninguna heima áður en maður hafði sig út í bíl.
Það var hins vegar ekki hægt að greina tár á hvarmi hjá neinum einasta sem mætti niður í Laugardalslaug í morgun - þvert á móti mátti sjá tilhlökkunarglampa hjá öllum. Fólk var sérdeilis til í tuskið. Sumir voru gaddaðir í drasl eftir sára reynslu síðustu helgar, aðrir spiluðu sig kúl og voru hvorki með gadda né gorma.
Siggi Svifnökkvi mætti á svifnökkvunum sínum, nýkomin frá svörtustu Afríku. Var honum vel fagnað og vorum við flest fegin að vera búin að endurheimta hann frá fjarlægum löndum! Aðrir sem voru mættir voru eru ekki með viðurnefni og því tel ég ekki ástæðu til að telja þá aðila upp :D
Leikar fóru víst þannig, ef mér skjátlast ekki að Siggi Svifnökkvi, Danni og nokkrir karlmenn þrumuðu áfram og hurfu á orskotsstundu. Þar á eftir komum við Kristján, Reynir og Ingvar. Þar á eftir voru Anna Lára, Dagrún, Steinunn og Gróa.
Ég fékk að vita ýmislegt á þessum 90 mínútum sem ég hljóp með drengjunum. Tja, til dæmis að einu sinni var Reynir "skoppari". Það er, hann klæddist buxum sem eru "girtar" upp í nára og alltof stórar, var í tröllvöxnum hettupeysum og trillaði um bæinn á hjólabretti. Því næst ákvað hann að fara í Verzló, tanaði sig í drasl, vaknaði á hverjum einasta drottins degi kl.6:00 til að strauja skyrtuna sína áður en hann mætti í skólann heltanaður, með 3 kg af geli í hárinu og í stífstraujaðri skyrtu. Eftir þetta tímabil ákvað hann að gerast náhvítur flíspeysutöffari sem gekk á fjöll einu sinni í viku og stúderaði landfræði við HÍ. Að því loknu gerðist hann hlaupari. Hvað tekur við næst veit guð einn en í guðs lifandi bænum, reynum öll að halda Reyni áfram í Afrekshópnum!
Nú, varðandi six-packið sem ég var að ræða um í síðasta pistli. Þá er það nú bara þannig að allar stelpur eru kúlusúkk í þessum efnum! Ég var nefninlega í skólanum í gær, eins og svo oft áður, og þar tilkynnti kennari okkar, sprenglærður og hámenntaður sjúkraþjálfari, með hverja háskólagráðuna á fætur annarri í rassvasanum, að stelpur þyrftu að vera afskaplega horaðar til að geta sýnt six-packið sitt. Þannig að hún bað okkur um að einbeita okkur að öðru. Þannig að, þann 4.febrúar eru allar Afrekskonur six-pack kúlusúkk en strákarnir hafa ennþá 3 vikur upp á að hlaupa.
Með vinsemd og virðingu,
HT Johnson
No comments:
Post a Comment